Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 17:00 Sundhnúkagarður er kominn upp í endanlega hæð. Verkís Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum. „Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
„Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31