Knattspyrnusamband Evrópu svarar loksins kalli knattspyrnukvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 11:00 Stórstjarnan Vivianne Miedema hjá Arsenal er ein af þeim sem misstu af HM eftir að hafa slitið krossband. Getty/David Price Krossbandaslit knattspyrnukvenna hafa verið mjög áberandi síðustu misseri og margir frábærir leikmenn misstu sem dæmi af heimsmeistaramótinu í ár vegna slíkra meiðsla. Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira