Urriðafoss virkjaður en Héraðsvötn vernduð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2023 20:40 Frá Urriðafossi í Þjórsá. Vísir/Vilhelm Þrír virkjunarkostir færast úr biðflokki yfir í nýtingarflokk en tveir úr biðflokki yfir í verndarflokk, samkvæmt tillögudrögum verkefnisstjórnar að rammaáætlun sem kynnt voru í dag. Spurningin snýst um hvar megi virkja og hvar ekki. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á landinu þessir virkjunarkostir eru sem fengu endurmat en menn hafa lengi deilt um hvern einasta þeirra. Einn þeirra er norðanlands, Héraðsvötn í Skagafirði. Tveir eru á hálendinu, Skrokkölduvirkjun neðan Hágöngulóns og Kjalölduveita í Efri-Þjórsá, sem er í raun ekki virkjun heldur snýst um að veita meira af rennsli Þjórsár yfir í Þórisvatn til aflaukningar í virkjunum sem þegar eru til staðar. Tveir eru svo í byggð á Suðurlandi, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, báðar í Þjórsá. Verkefnisstjórn rammaáætlunar var áður búin að flokka þá alla ýmist í vernd eða nýtingu. Til að slá á deilur var ákveðið á Alþingi vorið 2022 að setja þá alla fimm í biðflokk og fela verkefnisstjórn að endurmeta kostina. Í dag voru svo niðurstöður verkefnsstjórnar kynntar í samráðsgátt stjórnvalda, sem drög að tillögu að breyttri rammaáætlun. Þar eru Héraðsvötn og Kjalölduveita sett í verndarflokk, svæði sem lagt er til að verði friðuð gagnvart virkjunum. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun Þrír virkjunarkostir fá hins vegar grænt ljós á nýtingu; Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta er í raun sama niðurstaða og verkefnisstjórnin hafði áður komist að. Tillagan fer núna í umsagnarferli þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt. Því næst kemur væntanlega þingsályktunartillaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi hefur svo lokaorðið um hvernig rammaáætlun mun líta út. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Skagafjörður Ásahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Flóahreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Spurningin snýst um hvar megi virkja og hvar ekki. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á landinu þessir virkjunarkostir eru sem fengu endurmat en menn hafa lengi deilt um hvern einasta þeirra. Einn þeirra er norðanlands, Héraðsvötn í Skagafirði. Tveir eru á hálendinu, Skrokkölduvirkjun neðan Hágöngulóns og Kjalölduveita í Efri-Þjórsá, sem er í raun ekki virkjun heldur snýst um að veita meira af rennsli Þjórsár yfir í Þórisvatn til aflaukningar í virkjunum sem þegar eru til staðar. Tveir eru svo í byggð á Suðurlandi, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, báðar í Þjórsá. Verkefnisstjórn rammaáætlunar var áður búin að flokka þá alla ýmist í vernd eða nýtingu. Til að slá á deilur var ákveðið á Alþingi vorið 2022 að setja þá alla fimm í biðflokk og fela verkefnisstjórn að endurmeta kostina. Í dag voru svo niðurstöður verkefnsstjórnar kynntar í samráðsgátt stjórnvalda, sem drög að tillögu að breyttri rammaáætlun. Þar eru Héraðsvötn og Kjalölduveita sett í verndarflokk, svæði sem lagt er til að verði friðuð gagnvart virkjunum. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun Þrír virkjunarkostir fá hins vegar grænt ljós á nýtingu; Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Þetta er í raun sama niðurstaða og verkefnisstjórnin hafði áður komist að. Tillagan fer núna í umsagnarferli þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt. Því næst kemur væntanlega þingsályktunartillaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Alþingi hefur svo lokaorðið um hvernig rammaáætlun mun líta út. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Skagafjörður Ásahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Flóahreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. 29. nóvember 2023 19:21
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. 11. október 2023 21:00
Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15. júní 2022 12:41
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32