„Þetta er vond stjórnsýsla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. desember 2023 20:30 Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun. Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun.
Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira