Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 22:16 Vilhjálmur J. Lárusson er hvergi banginn. Vísir Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík. Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík.
Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48
Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14