Lífið

Benni og Eva eiga von á sjötta barninu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Benni og Eva byrjuðu saman í sumar.
Benni og Eva byrjuðu saman í sumar. Eva Brink

Benedikt Brynleifsson trommuleikari og Eva Brink fjármálastjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

„Börnin okkar sex. Litla dýrmæta sameiningarbarnið okkar bætist í hópinn árið 2024 og fullkomnar stóru fjölskylduna okkar,“ skrifar parið við færsluna. Þar má sjá sónarmynd og hendur eldri barnanna ásamt fæðingarárum þeirra, 2016, 2010, 2011 og 2014.

Parið byrjaði að stinga saman nefjum í sumar og virðist ástin blómstra.

Benedikt er einn besti trommari landsins og hefur komið víða við á ferlinum. Þar á meðal með hljómsveitinni Mannakorn og í stórum viðburðum í Hörpu, svo fátt eitt sé nefnt. 

Þá var Benedikt einn af vinum hans Sjonna sem fóru fyrir hönd Íslands í Eurovision með lagið Coming home í Eurovision í Düsseldorf vorið 2011.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×