Fótbolti

Alex kveður eftir „þrjú frá­bær ár“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Þór Hauksson var fyrirliði 21 árs landsliðsins á sínum tíma.
Alex Þór Hauksson var fyrirliði 21 árs landsliðsins á sínum tíma. Getty/Marc Atkins

Alex Þór Hauksson hefur spilað sinn síðasta leik með sænska félaginu Öster.

Þessi 24 ára miðjumaður verður væntanlega fljótur að finna sér nýtt lið en Öster er í sænsku b-deildinni og tókst ekki að komast upp í sumar.

Alex hefur spilað með félaginu í þrjú tímabil eða frá 2021. Hann kom þangað frá Stjörnunni þar sem hann fékk ungur tækifæri og var orðinn fyrirliði þegar hann fór út 21 árs gamall.

Alex kvaddi sænska félagið á samfélagsmiðlum og þakkaði fyrir þrjú frábær ár í klúbbnum.

Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu um mitt sumar eftir að hafa verið fastamaður fyrri hluta mótsins og byrjaði ekki leik eftir miðjan ágúst. Alls lék hann 23 leiki í sænsku b-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×