Fótbolti

Celtic og Antwerp enn á án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Immobile fagnar öðru marka sinna.
Immobile fagnar öðru marka sinna. Silvia Lore/Getty Images

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Celtic mætti Lazio í Róm og mátti þola 2-0 tap. Varamaðurinn Ciro Immobile sá um Skotana að þessu sinni en hann skoraði tvívegis undir lok leiks. Fyrra markið skoraði Immobile eftir að boltinn hrökk til hans á 82. mínútu.

Aðeins þremur mínútum síðar tók hann vel á móti boltanum eftir sendingu frá Gustav Isaksen og þrumaði boltanum niðri í hægri hornið. Það virtist sem gestirnir væru að fá vítaspyrnu í upphafi en eftir að myndbandsdómarar leiksins skoðuðu atvikið betur var ákveðið að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

Lokatölur 2-0 og Celtic nú leikið 15 leiki án sigurs í Meistaradeildinni. Lazio er á toppi E-riðils og með annan fótinn í 16-liða úrslitum á meðan Celtic er á botni riðilsins með eitt stig.

Mykola Matviienko skoraði eina markið í 1-0 sigri Shakhtar Donetsk á Antwerp. Leikið var í Þýskalandi vegna stríðsins í Úkraínu.

Sigurinn þýðir að Shakhtar er með 9 stig í H-riðli ásamt Porto og Barcelona sem eiga leik til góða. Antwerp er án stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×