Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 14:53 Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, er sáttur við að vera mættur aftur til vinnu. Vísir/Einar Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent