Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:34 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18