„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 23:24 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti