Ákæra mann sem grunaður er um alvarlega árás gegn fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 22:25 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sem grunaður er um stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst síðastliðnum. Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp.
Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira