Búið að ræða við hinn særða og rannsókn langt komin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 17:17 Búið er að ræða við flest vitni að árásinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi er búin að ræða við mann, sem var stunginn ítrekað með hníf á fangelsinu Litla-Hrauni. Yfirlögregluþjónn segir rannsóknina langt á veg komna og búið að ræða við flest vitni. Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“ Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“
Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11
Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05