Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 15:55 Myndin er frá undirritun samnings en þar má sjá Halldór Baldvinsson og Sölva Blöndal frá Öldu music og Einar Loga Vignisson og Rúnar Frey Gíslason frá RÚV. RÚV Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær. Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær.
Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira