„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:57 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér sprunguna stóru í Grindavík. vísir/Vilhelm Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira