Innlent

Jarðskjálftahviða austur af Sýlingarfelli en engar vís­bendingar um gosóróa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Appelsínugulu doppurnar sýna skjálftavirknina.
Appelsínugulu doppurnar sýna skjálftavirknina. Veðurstofa Íslands

Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fréttastofu í nótt.

Einn skjálftinn mældist 3 að stærð við fyrstu keyrslu og átti hann upptök sín rétt norður af Hagafelli.

„Jarðskjálftahviður hafa verið viðvarandi síðan landris hófst 27. október við Þorbjörn, þó nokkuð rólegt hefur verið síðustu daga.

Engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir á vef Veðurstofunnar í færslu jarðvísindamanns klukkan 5:27 í morgun að frá miðnætti hafi tæplega 300 skjálftar mælst við kvikuganginn, sá stærsti 3 að stærð við Sundhnjúk. 

Alls mældust 700 skjálftar við kvikuganginn í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×