Erlent

Afreksíþróttamaður myrti brúði sína og þrjá aðra í brúð­kaupinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Chaturong er sagður hafa haft minnimáttarkennd vegna aldursmunarins milli hans og Kanchana.
Chaturong er sagður hafa haft minnimáttarkennd vegna aldursmunarins milli hans og Kanchana. getty

Taílenskur íþróttamaður og fyrrverandi hermaður skaut brúði sína og þrjá til viðbótar, áður en hann skaut sjálfan sig til bana, á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsgestir segja brúðhjónin hafa rifist í veislunni.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hinn 29 ára gamli Chaturong Suksuk hafi á laugardag yfirgefið brúðakup sitt skyndilega og snúið aftur með byssu í hendi. Strax og hann sneri aftur hafi han skotið Kanchana Pachunthuek 44 ára gamla brúði sína, ríflega sextuga móður hennar og 38 ára gamla systur.

Chaturong hæfði óvart tvo gesti til viðbótar og lést annar þeirra á sjúkrahúsi. Að sögn lögreglu var Chaturong verulega drukkinn þegar hann framdi árásina en óljóst er hvað bjó að baki. Að sögn lögreglu keypti hann bæði skotvopnið og skotfæri samkvæmt bókarinar reglum á síðast aári. 

Taílenskir miðlar hafa eftir brúðkaupsgestum að brúðhjónin hafi rifist í veislunn og að Chaturong hafi verið með einhverja bakþanka vegna aldursbilsins milli hans og brúðarinnar. Chaturong misti hægri fót sinn við landamæravörslu þegar hann var í hernum.

Chaturong og Kanchana eru sögð hafa búið saman undanfarin þrjú ár. Chaturong vann til silfurverðlauna í sundi á íþróttaleikum fatlaðra í Suðaustur-Asíu í Indónesíu í fyrra. Þá var hann talinn líklegur til að verða valinn í hóp íþróttamanna sem tæki þátt á World Abilitysport Games í Taílandi í næsta mánuði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×