Myndaðasta fólk ársins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2023 14:56 Hér má sjá fimm af mynduðustu manneskjum ársins, samkvæmt greiningu PetaPixel. AP Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra. PetaPixel birti í gær lista yfir tíu mest mynduðu manneskjur heimsins. Greining miðilsins byggir meðal annars á myndabanka Getty, einhverjum þeim stærsta í heiminum. Ekki er tekið mið af sjálfum, enda hefði það eflaust í för með sér að listinn yrði eingöngu skipaður áhrifavöldum. Kim í tíunda sæti Í tíunda sæti er Kim Kardashian en hefur um árabil verið tíður gestur á þessum lista. Finna má 3.302 myndir af henni frá þessu ári í myndabanka Getty, en það er líklega bara dropi í hafið, miðað við það hve hundelt hún er af paparössum. Kim Kardashian hefur verið vinsæl um árabil. AP/Chris Pizzello Fótboltakonan Megan Rapinoe er í níunda sæti hjá PetaPixel. Hún vakti mikla athygli á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á árinu og voru gífurlega margar myndir teknar af henni þá. Hún er með 3.681 mynd í myndabanka Getty. Í áttunda sæti er leikkonan Margot Robbie. Kvikmynd hennar um Barbie sló í gegn og hún kynnti myndina víðsvegar um heiminn. Finna má 4.057 myndir af henni í áðurnefndum myndabanka. Argentínska ofurstjarnan Lionel Messi situr í sjöunda sæti listans. Hann skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Argentínu á árinu og gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku deildinni, svo eitthvað sé nefnt. Teknar voru 17.124 myndir af honum fyrir Getty á árinu. Beyoncé Knowls á tónleikum í Kansas City í Missouri.Getty/Kevin Mazur Tónlistarkonan Beyoncé situr í sjötta sætinu á lista PetaPixel, þó Getty sitji einungis á 699 myndum af henni frá þessu ári. Hún hefur á undanförnum árum verið sífellt minna í sviðsljósinu en það má alls ekki rekja til minni vinsælda hennar. Þess í stað má rekja það til þess að hún hafi viljað halda einkalífi sínu utan sviðsljósið. Hún fór þó í umfangsmikið tónleikaferðalag á árinu, þar sem gífurlega margar myndir voru væntanlega teknar af henni. Biden og Trump ofarlega Donald Trump vermir fimmta sæti listans. Hann hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin á árinu og hafa gífurlega margar myndir verið teknar af honum, þó ein hafi ef til vill vakið meiri athygli en aðrar. Finna má 22.728 myndir af honum í myndabanka Getty. Joe Biden hefur einnig verið mjög fyrirferðarmikill á árinu, enda eru kosningar á næsta ári. Finna má 42.194 myndir af honum á Getty og þar að auki fylgir ljósmyndari Hvíta hússins honum eftir og tekur gífurlegan fjölda mynda forsetanum. Kamilla Bretadrottning er í þriðja sæti á listanum og eiginmaður hennar Karl Bretakonungur í öðru sæti. Hann tók við af móður sinni á árinu en þá voru fjölmargar myndir teknar af þeim. Þar að auki hafa þau verið í opinberum heimsóknum víða um heim. Í myndabanka Getty má finna 30.972 myndir merktar Kamilla drottningu en þar að auki eru 19.972 merktar Kamillu Parker Bowles, sem hún var kölluð fyrir krýninguna. Finna má 50.819 myndir af Karli í myndabanka Getty, samkvæmt PetaPixel. Taylor Swift í fyrsta sæti Eins og engan skyldi undra er Taylor Swift í fyrsta sæti yfir mest mynduðu manneskjur ársins. Jafnvel þó finna megi einungis 6.424 myndir af henni hjá Getty. Tónleikaferðalag hennar, Eras, hefur notið gífurlegra vinsælda um heiminn allan. Hún hélt til að mynda 68 tónleika í Norður-Ameríku á árinu og var meðal gestafjöldi á þeim rúmlega sjötíu þúsund. Einkalíf hennar hefur þar að auki verið mikið milli tannanna á fólki og hafa ljósmyndarar vestanhafs keppst við að ná myndum af henni og Travis Kelce. Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
PetaPixel birti í gær lista yfir tíu mest mynduðu manneskjur heimsins. Greining miðilsins byggir meðal annars á myndabanka Getty, einhverjum þeim stærsta í heiminum. Ekki er tekið mið af sjálfum, enda hefði það eflaust í för með sér að listinn yrði eingöngu skipaður áhrifavöldum. Kim í tíunda sæti Í tíunda sæti er Kim Kardashian en hefur um árabil verið tíður gestur á þessum lista. Finna má 3.302 myndir af henni frá þessu ári í myndabanka Getty, en það er líklega bara dropi í hafið, miðað við það hve hundelt hún er af paparössum. Kim Kardashian hefur verið vinsæl um árabil. AP/Chris Pizzello Fótboltakonan Megan Rapinoe er í níunda sæti hjá PetaPixel. Hún vakti mikla athygli á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á árinu og voru gífurlega margar myndir teknar af henni þá. Hún er með 3.681 mynd í myndabanka Getty. Í áttunda sæti er leikkonan Margot Robbie. Kvikmynd hennar um Barbie sló í gegn og hún kynnti myndina víðsvegar um heiminn. Finna má 4.057 myndir af henni í áðurnefndum myndabanka. Argentínska ofurstjarnan Lionel Messi situr í sjöunda sæti listans. Hann skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Argentínu á árinu og gekk til liðs við Inter Miami í bandarísku deildinni, svo eitthvað sé nefnt. Teknar voru 17.124 myndir af honum fyrir Getty á árinu. Beyoncé Knowls á tónleikum í Kansas City í Missouri.Getty/Kevin Mazur Tónlistarkonan Beyoncé situr í sjötta sætinu á lista PetaPixel, þó Getty sitji einungis á 699 myndum af henni frá þessu ári. Hún hefur á undanförnum árum verið sífellt minna í sviðsljósinu en það má alls ekki rekja til minni vinsælda hennar. Þess í stað má rekja það til þess að hún hafi viljað halda einkalífi sínu utan sviðsljósið. Hún fór þó í umfangsmikið tónleikaferðalag á árinu, þar sem gífurlega margar myndir voru væntanlega teknar af henni. Biden og Trump ofarlega Donald Trump vermir fimmta sæti listans. Hann hefur verið á ferð og flugi um Bandaríkin á árinu og hafa gífurlega margar myndir verið teknar af honum, þó ein hafi ef til vill vakið meiri athygli en aðrar. Finna má 22.728 myndir af honum í myndabanka Getty. Joe Biden hefur einnig verið mjög fyrirferðarmikill á árinu, enda eru kosningar á næsta ári. Finna má 42.194 myndir af honum á Getty og þar að auki fylgir ljósmyndari Hvíta hússins honum eftir og tekur gífurlegan fjölda mynda forsetanum. Kamilla Bretadrottning er í þriðja sæti á listanum og eiginmaður hennar Karl Bretakonungur í öðru sæti. Hann tók við af móður sinni á árinu en þá voru fjölmargar myndir teknar af þeim. Þar að auki hafa þau verið í opinberum heimsóknum víða um heim. Í myndabanka Getty má finna 30.972 myndir merktar Kamilla drottningu en þar að auki eru 19.972 merktar Kamillu Parker Bowles, sem hún var kölluð fyrir krýninguna. Finna má 50.819 myndir af Karli í myndabanka Getty, samkvæmt PetaPixel. Taylor Swift í fyrsta sæti Eins og engan skyldi undra er Taylor Swift í fyrsta sæti yfir mest mynduðu manneskjur ársins. Jafnvel þó finna megi einungis 6.424 myndir af henni hjá Getty. Tónleikaferðalag hennar, Eras, hefur notið gífurlegra vinsælda um heiminn allan. Hún hélt til að mynda 68 tónleika í Norður-Ameríku á árinu og var meðal gestafjöldi á þeim rúmlega sjötíu þúsund. Einkalíf hennar hefur þar að auki verið mikið milli tannanna á fólki og hafa ljósmyndarar vestanhafs keppst við að ná myndum af henni og Travis Kelce.
Ljósmyndun Fréttir ársins 2023 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira