Taylor Swift orðin milljarðamæringur Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 16:11 Taylor Swift á tónleikum í New Jersey á árinu. Tónleikaferðalagi hennar á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. EPA/SARAH YENESEL Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins. Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira
Eftir þessa velgengni er nú talið að Swift, sem er 33 ára gömul, sé orðin milljarðamæringur, í dölum talið. Samkvæmt útreikningum blaðamanna Bloomberg er virði Swift 1,1 milljarður dala. Það samsvarar rúmum 153 milljörðum króna, en tekið er fram í greiningunni að áætlunin sé frekar íhaldssöm en eitthvað annað og byggir eingöngu á virði lagasafns hennar, húsa hennar, tekna frá streymisveitum og sölu á miðum varningi og öðru. Í greiningu miðilsins segir að velta Eras sé á við verga landsframleiðslu smáríkja. Áætlað er að tónleikaferðalagið, þar sem Swift hélt 53 tónleika í 21 borg Bandaríkjanna, hafi bætt 4,3 milljörðum dala við landsframleiðslu ríkisins. Miðasalan ein og sér er talin vera rúmlega sjö hundruð milljónir dala. Hver miði kostaði 254 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur, í miðasölu. Dæmi eru um að fólk hafi borgað mun meira fyrir miða í endursölu. Eras heldur áfram í næsta mánuði en þá mun Swift halda tónleika í Suður-Ameríku og halda svo til Asíu og því næst til Evrópu, þar til hún snýr aftur til Bandaríkjanna í október á næsta ári. Ferðalaginu á að ljúka í lok nóvember á næsta ári.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Þessari rafmagnsflugvél er ætlað að flytja 90 farþega Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Breska stjórnin samþykkir að efla London City-flugvöll Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann Susan Wojcicki er látin Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Sjá meira