Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 23:14 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira