„Það er saga á bakvið þetta lag“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:08 Klara Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona. Gassi Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. „Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér Tónlist Jól Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér
Tónlist Jól Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira