Fótbolti

Di María hrækti á stuðnings­menn Brasilíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ángel Di María fagnar sigrinum á Brasilíu.
Ángel Di María fagnar sigrinum á Brasilíu. getty/Wagner Meier

Ángel Di María hrækti á stuðningsmenn Brasilíu eftir að þeir helltu bjór yfir hann í leiknum gegn Argentíu fyrr í vikunni.

Argentínsku heimsmeistararnir unnu leikinn með einu marki gegn engu. Ólæti brutust út fyrir leikinn og seinka þurfti honum um hálftíma. Leikmenn Argentínu fóru til búningsherbergja og komu ekki út fyrr en ólátunum linnti.

Þegar Argentínumenn voru á leið inn í klefa á Maracana vellinum í Ríó helltu stuðningsmenn Brasilíu bjór yfir Di María. Hann brást illa við og hrækti í átt að þeim. Atvikið náðist á myndband.

Di María, sem leikur núna með Benfica í Portúgal, byrjaði á bekknum í leiknum gegn Brasilíu en kom inn á sem varamaður á 78. mínútu. Hann hefur 136 landsleiki og skorað 29 mörk.

Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026.


Tengdar fréttir

Þjálfari heimsmeistaranna gæti hætt

Þjálfari argentínsku heimsmeistaranna, Lionel Scaloni, segir að hann gæti hætt eftir fimm ár í starfi. Hann vakti máls á þessu eftir sigurinn á Brasilíu.

Martínez reyndi að taka kylfu af löggu

Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×