Mourinho: Ancelotti væri galinn að yfirgefa Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:31 Carlo Ancelotti og José Mourinho þegar þeir voru að stýra liðum Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Joe Prior José Mourinho hefur ráðlagt Carlo Ancelotti að yfirgefa ekki Real Madrid og er á því að það væri hreinlega galið hjá Ítalanum að hætta með spænska stórliðið á þessum tímapunkti. Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins hélt því fram í júlí að Ancelotti myndi stýra landsliði Brasilíu í Copa America næsta sumar en engir samningar hafa þó verið undirritaðir um slíkt. Ancelotti hefur verið orðaður lengi við brasilíska landsliðið. Mourinho ræddi stöðu Ancelotti í viðtali við ítalska fjölmiðilinn TG1. „Ég held að aðeins vitfirringur myndi yfirgefa Real Madrid þegar félagið vill enn halda þér,“ sagði José Mourinho. „Ég held að um leið og hann fær skilaboðin frá Florentino [Perez, forseti Madrid] þá muni Carlo ákveða að vera áfram. Hann er fullkominn fyrir Real Madrid og Real Madrid er fullkomið fyrir hann,“ sagði Mourinho. Mourinho talaði jafnframt um að hann væri eini vitfirringurinn sem gæti tekið svona ákvörðun. Mourinho hætti með Real Madrid liðið eftir 2012-13 tímabilið og tók síðan við Chelsea. Portúgalinn segist hafa þá haft stuðning Perez um að halda áfram með liðið. Liðinu hafði þó gengið illa tímabilið á undan og það kom fáum á óvart að portúgalski stjórinn færi. Mourinho er nú með lið Roma á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Hann segist þó ekki vera á leiðinni þangað strax. „Ef ég segi alveg eins og er þá tel ég víst að ég fari einn daginn til Sádi-Arabíu. Þegar ég segi einn daginn þá er ég samt ekki að tala um daginn í dag eða á morgun,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins hélt því fram í júlí að Ancelotti myndi stýra landsliði Brasilíu í Copa America næsta sumar en engir samningar hafa þó verið undirritaðir um slíkt. Ancelotti hefur verið orðaður lengi við brasilíska landsliðið. Mourinho ræddi stöðu Ancelotti í viðtali við ítalska fjölmiðilinn TG1. „Ég held að aðeins vitfirringur myndi yfirgefa Real Madrid þegar félagið vill enn halda þér,“ sagði José Mourinho. „Ég held að um leið og hann fær skilaboðin frá Florentino [Perez, forseti Madrid] þá muni Carlo ákveða að vera áfram. Hann er fullkominn fyrir Real Madrid og Real Madrid er fullkomið fyrir hann,“ sagði Mourinho. Mourinho talaði jafnframt um að hann væri eini vitfirringurinn sem gæti tekið svona ákvörðun. Mourinho hætti með Real Madrid liðið eftir 2012-13 tímabilið og tók síðan við Chelsea. Portúgalinn segist hafa þá haft stuðning Perez um að halda áfram með liðið. Liðinu hafði þó gengið illa tímabilið á undan og það kom fáum á óvart að portúgalski stjórinn færi. Mourinho er nú með lið Roma á Ítalíu en hann hefur verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Hann segist þó ekki vera á leiðinni þangað strax. „Ef ég segi alveg eins og er þá tel ég víst að ég fari einn daginn til Sádi-Arabíu. Þegar ég segi einn daginn þá er ég samt ekki að tala um daginn í dag eða á morgun,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira