Innlent

Snjóbyssur komnar í gang í Blá­fjöllum og stefnt á að fólk komist á skíði fyrir jól

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búið er að koma snjóbyssunum fyrir víða um skíðasvæðið.
Búið er að koma snjóbyssunum fyrir víða um skíðasvæðið. Vísir/Arnar

Snjóframleiðsla er hafin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Framleiðslan mun tryggja það að hægt verður að hafa svæðið opið mun oftar en áður svo lengi sem frystir. Rekstrarstjóri skíðasvæðisins vonast til að hægt verði að hleypa fólki á skíði fyrir jól.

Hvenær stefniði að því að geta hleypt fólki í brekkuna?

„ Við getum ekki svarað því strax. Við erum bara að byrja að læra á kerfið. Þetta er fyrsti almennilegi dagurinn, svo sjáum við hvað gerist næstu vikur. Ef það kemur frost setjum við að sjálfsögðu allt í gang,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum. 

Fyrsta prufukeyrsla á nýju snjóbyssunum var í gær, í heldur verra veðri en þegar við kíktum í heimsókn í dag.

„Við erum búin að bíða eftir þessu mjög lengi. Við erum líklegast fjórða svæðið á landinu sem fær þessi tæki,“ segir Einar. 

Einar rekstrarstjóri segir snjóbyssurnar breyta starfsemi Bláfjalla til muna. Nú kemst fólk fyrr á skíði og líklegt er að hægt verði að hafa opið í fleiri daga.Vísir/Arnar

Tækin gjörbreyti starfsemi skíðasvæðanna

„Bæði getum við opnað fyrr, alltaf fyrir jól þannig að við treystum á að fólk komist á skíði fyrir jól. Við getum þá lengt tímabilið í þann enda. En svo er það, eins og alltaf eftir Páska dettur þetta niður og fólk fer í golf.“

Vonir standa um að hægt verði að opna skíðasvæðið fyrir jól.Vísir/Arnar

Hvernig hefur þetta gengið þessa fyrstu tvo daga?

„Upp og ofan, það var smá vesen í gær en búið að laga það. En að öðru leiti stöndum við hér og horfum á þetta dælast út. Við bíðum bara eftir að komast út með troðarana að búa til brekkur,“ segir Einar. 

Mikil gleði?

„Mjög, þetta er eins og jólin.“


Tengdar fréttir

Von á byltingu í Blá­fjöllum í vetur

Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×