Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 12:07 Sverrir fór fram á að Birgir drægi orð sín til baka en Birgir heldur ekki, segir ummæli Sverris ekki verðskulda andsvör. vísir/vilhelm Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira