Krefst þess að Birgir og Inga dragi orð sín til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2023 15:24 Sverrir hefur ritað þeim Ingu Sæland og Birgi Þórarinssyni opið bréf og farið þess á leit að þau dragi orð sín um afhöfðuð ungabörn til baka. Hann hefur sent afrit bréfins til forseta Alþingis Íslendinga. vísir/vilhelm Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, óskar þess að fullyrðingar um afhöfðuð börn verði dregin til baka. Sverrir hefur ritað Ingu Sæland formanni Flokks fólksins og Birgi Þórarinssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins bréf þar sem hann krefst þess að þau dragi orð sín um að börn hafi verið afhöfðuð til baka. „Ég skrifa ykkur þessi orð og bið ykkur vinsamlegast að draga fullyrðingar ykkar um afhöfðuð börn í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela 7. okt 2023 til baka.“ Sverrir hefur sent Birgi Ármannssyni forseta Alþingis afrit af bréfinu og væntir þess að það fari í formlegan jarðveg. Tilefni bréfs Sverris er frétt Vísis í vikunni. Í bréfi Sverris segir að nákvæmur listi ísraelskra yfirvalda leiði í ljós að aðeins eitt barn lést í innrásinni sem gerir söguna um 40 afhöfðuð börn marklausa með öllu. „Í ljósi þess að þessar rangfærslur rötuðu frá ykkur inn á hið há alþingi Íslendinga fer ég hér með fram á opinbera yfirlýsingu frá ykkur í þingsal og í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ég sendi afrit til forseta alþingis og bið hann hér með að þessu erindi sé fylgt á eftir og þessar rangfærslur verði leiðréttar með viðeigandi hætti.“ Sverrir vitnar til orða Ingu: „Hef aldrei upplifað aðra eins ræðu úr ræðustóli Alþingis. Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd.“ Birgir Þórarinsson segist hafa séð hræðileg myndbönd af voðaverkum Hamasliða. Sverrir telur þau myndbönd fölsuð.vísir/vilhelm Og til ummæla Birgis:„Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd. Sumir tóku það upp á sig að ásaka stjórnvöld Ísraels um ljúga því að ungabörn hafi verið afhöfðuð og myrt og því hafa myndir af líkum ungbarna verið birtar af ísraelskum stjórnvöldum.“ Sverrir segir að inntakið í boðskap Birgis hafi verið þetta á fundi hans hjá utanríkismálanefnd þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu „og þú varst með myndband frá IDF og kynntir sem staðreyndir. En myndbandið nefnir 40 afhöfðuð ungabörn.“ Segir heimildirnar liggja fyrir Sverrir segist vilja forðast flóknar ályktanir um hvers skaut hvern þennan dag en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. Hann segist einfaldlega hafa farið yfir listann sem Ísraelar hafi nú birt yfir nöfn og aldur fórnarlambanna og á honum sé eitt ungabarn, Millie Cohen, sem sé vissulega einu barni of mikið en hún hafi lent í skothríð milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas. „Sagan um barn steikt í ofni er tilraun til að viðhalda skrímslavæðingu Hamas eftir að blekkingar IDF komu í ljós við en sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafði verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísraelskum þyrlum. Hér er listi yfir fórnarlömbin í árás Hamas nöfn og fæðingarár og ath! að heimildin er ísraelsk og á honum er aðeins eitt barn eins og áður segir,“ skrifar Sverrir þeim Birgi, Ingu og Birgi. Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sverrir hefur ritað Ingu Sæland formanni Flokks fólksins og Birgi Þórarinssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins bréf þar sem hann krefst þess að þau dragi orð sín um að börn hafi verið afhöfðuð til baka. „Ég skrifa ykkur þessi orð og bið ykkur vinsamlegast að draga fullyrðingar ykkar um afhöfðuð börn í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela 7. okt 2023 til baka.“ Sverrir hefur sent Birgi Ármannssyni forseta Alþingis afrit af bréfinu og væntir þess að það fari í formlegan jarðveg. Tilefni bréfs Sverris er frétt Vísis í vikunni. Í bréfi Sverris segir að nákvæmur listi ísraelskra yfirvalda leiði í ljós að aðeins eitt barn lést í innrásinni sem gerir söguna um 40 afhöfðuð börn marklausa með öllu. „Í ljósi þess að þessar rangfærslur rötuðu frá ykkur inn á hið há alþingi Íslendinga fer ég hér með fram á opinbera yfirlýsingu frá ykkur í þingsal og í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Ég sendi afrit til forseta alþingis og bið hann hér með að þessu erindi sé fylgt á eftir og þessar rangfærslur verði leiðréttar með viðeigandi hætti.“ Sverrir vitnar til orða Ingu: „Hef aldrei upplifað aðra eins ræðu úr ræðustóli Alþingis. Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd.“ Birgir Þórarinsson segist hafa séð hræðileg myndbönd af voðaverkum Hamasliða. Sverrir telur þau myndbönd fölsuð.vísir/vilhelm Og til ummæla Birgis:„Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd. Sumir tóku það upp á sig að ásaka stjórnvöld Ísraels um ljúga því að ungabörn hafi verið afhöfðuð og myrt og því hafa myndir af líkum ungbarna verið birtar af ísraelskum stjórnvöldum.“ Sverrir segir að inntakið í boðskap Birgis hafi verið þetta á fundi hans hjá utanríkismálanefnd þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu „og þú varst með myndband frá IDF og kynntir sem staðreyndir. En myndbandið nefnir 40 afhöfðuð ungabörn.“ Segir heimildirnar liggja fyrir Sverrir segist vilja forðast flóknar ályktanir um hvers skaut hvern þennan dag en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. Hann segist einfaldlega hafa farið yfir listann sem Ísraelar hafi nú birt yfir nöfn og aldur fórnarlambanna og á honum sé eitt ungabarn, Millie Cohen, sem sé vissulega einu barni of mikið en hún hafi lent í skothríð milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas. „Sagan um barn steikt í ofni er tilraun til að viðhalda skrímslavæðingu Hamas eftir að blekkingar IDF komu í ljós við en sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafði verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísraelskum þyrlum. Hér er listi yfir fórnarlömbin í árás Hamas nöfn og fæðingarár og ath! að heimildin er ísraelsk og á honum er aðeins eitt barn eins og áður segir,“ skrifar Sverrir þeim Birgi, Ingu og Birgi.
Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent