Afneitum ekki hryðjuverkum Birgir Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2023 12:03 Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun