Lífið

Nýja ís­lenska stelpan á ballinu sló í gegn á vængjahátíð í Banda­ríkjunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Shouse tók við bikarnum fyrir besta vænginn að mati fjölmiðlamanna.
Justin Shouse tók við bikarnum fyrir besta vænginn að mati fjölmiðlamanna.

Stærsta kjúklingavængjahátíð heims var haldin í september í Buffalo 22. árið í röð.

Hátíðin er haldin við Highmark völlinn sem er heimavöllur Buffalo Bills í NFL-deildinni. 50 til 80 þúsund manns mæta á hátíðina á ári hverju en Henry Birgir Gunnarsson fékk að fylgjast með teymi Just Wingin it sem tók þátt í vængjakeppni á dögunum og þar gekk vel. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í keppninni.

„Þetta hefur verið algjörlega framar björtustu vonum. Það var röð hérna áður en við opnuðum. Þetta var bara eins og þegar við vorum með matarvagninn hérna í denn,“ segir Lýður Vignisson eigandi Just Wingin it.

„Hér er bara frábært veður og geggjuð stemning. Við erum svolítið nýja stelpan á ballinu. Hér eru staðir sem hafa verið hérna frá upphafi og fólk þekkir þeirra vörur.“

Vel gekk á keppninni og var teymið meðal annars verðlaunað fyrir besta vænginn að mati fjölmiðla á svæðinu. Hér að neðan má sjá brot úr þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, en þar var fjallað um verð íslenska teymisins til Buffalo. 

Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á veitum Stöðvar 2.

Klippa: Nýja íslenska stelpan á ballinu sló í gegn á vængjahátíð í Bandaríkjunum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×