Almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:56 Björgunarsveitarmaður myndar skemmdir í Grindavíkurbæ í dag. Vísir/Vilhelm Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið breytt af neyðarstigi og niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofa segir litlar hreyfingar mælast innan sigdalsins í og við bæinn. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira