Innlent

Fjölda flug­ferða af­lýst eða flýtt

Árni Sæberg skrifar
Miklum fjölda flugferða íslensku flugfélaganna hefur verið flýtt.
Miklum fjölda flugferða íslensku flugfélaganna hefur verið flýtt. Vísir/Vilhelm

Miklum fjölda flugferða sem var á áætlun til og frá Keflavíkurflugvelli í dag hefur verið aflýst vegna veðurs.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Hann segir að slæmu veðri sé spáð á Reykjanesinu síðdegis í dag og fram á morgun. Spár geri ráð fyrir því að vindhraði gæti náð fimmtíu hnútum, sem er viðmiðunarhraði fyrir notkun landganga.

Þá hafi Isavia fundað með flugfélögum sem hafi í kjölfarið tekið ákvörðun um flýtingu eða aflýsingu fjölda flugferða.

Á vef Isavia má sjá að nokkrum flugferðum eftir klukkan 15:25 hefur verið aflýst og ferðum íslensku flugfélaganna tveggja sem voru á áætlun eftir klukkan 16 hefur verið flýtt. Þá hefur öllum flugferðum á áætlun eftir klukkan 18 verið aflýst.

Guðjón hvetur alla þá sem eiga bókaðar flugferðir í dag og í fyrramálið að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum frá Isavia og flugfélögum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×