Flutti 140 pakkningar af dópi til landsins innvortis Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2023 12:52 Maðurinn kom til landsins með flugi frá Amsterdam í Hollandi 25. september síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 800 grömmum af kókaíni og hálfu kílói af hassi til landsins. Maðurinn var ákærður fyrri stórfellt fíkniefnalagabrot en hann flutti efnin innvortis þegar hann kom með flugi til landsins frá Amsterdam í Hollandi 25. september síðastliðinn. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og fæddur árið 1990. Hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fyrir liggur að hann hafði gleypt 140 pakkningar af fíkniefnum fyrir flugferðina til Íslands – fimmtíu pakkningar af hassi og níutíu pakkningar af kókaíni. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að hann hafi staðið í þeirri trú að einungis hafi verið um hasspakkningar að ræða. Þó var bent á að hassið hafi verið vafið í þunnan smjörpappír og ljósu límbandi, en kókaínið í þunnt plast og svörtu límbandi. Því hafi verið um gjörólíkar pakkningar að ræða. Dómari mat það sem svo að ekki hafi verið unnt að fallast á með manninum að honum bæri að hljóta vægari refsingu þar sem hann væri nýlega orðinn faðir í heimalandi sínu eða ætti mjög veika móður. Það hafi verið honum í sjálfsvald sett að ákveða og skipuleggja ferð sína hingað til lands. Dómari mat það ennfremur sem svo að ákærði ekki endilega verið eigandi efnanna þó að hann hafi tjáð lögreglu að hann væri eigandi efnanna og hefði pakkað þeim sjálfur í umbúðir. Rétt væri að miða við að hann væri svokallað burðardýr í málinu. Dómarinn í málinu mat hæfilega refsingu vera sautján mánaða fangelsi, en að til frádráttar kæmi gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá komunni til landsins. Þá var honum gert að greiða samtals 1,3 milljónir króna vegna þóknunar til skipaðra verjenda og ferða- og aksturskostnað þeirra. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrri stórfellt fíkniefnalagabrot en hann flutti efnin innvortis þegar hann kom með flugi til landsins frá Amsterdam í Hollandi 25. september síðastliðinn. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og fæddur árið 1990. Hann játaði afdráttarlaust sök í málinu. Fyrir liggur að hann hafði gleypt 140 pakkningar af fíkniefnum fyrir flugferðina til Íslands – fimmtíu pakkningar af hassi og níutíu pakkningar af kókaíni. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að hann hafi staðið í þeirri trú að einungis hafi verið um hasspakkningar að ræða. Þó var bent á að hassið hafi verið vafið í þunnan smjörpappír og ljósu límbandi, en kókaínið í þunnt plast og svörtu límbandi. Því hafi verið um gjörólíkar pakkningar að ræða. Dómari mat það sem svo að ekki hafi verið unnt að fallast á með manninum að honum bæri að hljóta vægari refsingu þar sem hann væri nýlega orðinn faðir í heimalandi sínu eða ætti mjög veika móður. Það hafi verið honum í sjálfsvald sett að ákveða og skipuleggja ferð sína hingað til lands. Dómari mat það ennfremur sem svo að ákærði ekki endilega verið eigandi efnanna þó að hann hafi tjáð lögreglu að hann væri eigandi efnanna og hefði pakkað þeim sjálfur í umbúðir. Rétt væri að miða við að hann væri svokallað burðardýr í málinu. Dómarinn í málinu mat hæfilega refsingu vera sautján mánaða fangelsi, en að til frádráttar kæmi gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá komunni til landsins. Þá var honum gert að greiða samtals 1,3 milljónir króna vegna þóknunar til skipaðra verjenda og ferða- og aksturskostnað þeirra.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira