„Við misstum mesta jólabarn fjölskyldunnar“ Íris Hauksdóttir skrifar 24. nóvember 2023 19:00 Feðgarnir Björgvin Franz Gíslason og Gísli Rúnar Jónsson á góðri stundu. aðsend „Ég var svo undarlegt barn. Ég bað um hluti sem enginn annar bað um í jólagjöf,“ segir Björgvin Franz Gíslason, leikari spurður um eftirlætis jólaminningu sína. „Eitt árið bað ég til að mynda um reykvél í jólagjöf og hárkolluna sem tannlæknirinn í Litlu hryllingsbúðinni var með. Hún yrði þó að vera sérhönnuð af Rögnu Fossberg sem gerði alltaf gervin fyrir Spautstofuna og Áramótaskaupin. Mér fannst þetta ekkert mikið, í það minnsta yrði ég að fá annað hvort. Björgvin Franz ítrekar að verðgildi reykvélar hafi á þessum tíma verið á pari við kaupvirði Yaris bifreiðar í dag. „Ég var minna að óska eftir módelflugvélum eða einhverjum hetju köllum. Mér fannst þetta bara frábær hugmynd.“ Gleymi aldrei þessum jólum Jólin gengu í garð og Björgvin Franz beið spenntur. „Það var alltaf óeðlilega mikið magn af gjöfum þegar pabbi var annars vegar. Við byrjuðum að borða einhverstaðar á milli klukkan átta og tíu og vorum svo að opna pakka fram yfir miðnætti, eða þegar hefðbundnar fjölskyldur voru löngu sofnaðar. Ég fylgdist með gjöfunum fækka undir trénu og hvorki var komin reykvél né tannlæknahárkolla. Þegar allir pakkarnir voru búnir dró stemningskarlinn faðir minn fram pakka sem hann hafði falið á bak við jólatréð. Hann rétti mér gjöfina og söng á sama tíma: Þú verður tannlæknir og algjört success. Þetta var sérhnýtt hárkolla eins og Laddi hafði verið með í sýningunni handgerð af Rögnu Fossberg fyrir Björgvin fokking Franz, litla dekurdýrið. Ég veit ekki hvað hann borgaði fyrir hana. En ég gjörsamlega fór yfir um, þetta var rosalegt. Ég gleymi þessum jólum aldrei. Skemmst frá því að segja að ég lék þennan tannlækni stöðugt öllum stundum síðar og svaf meira að segja með hárkolluna.“ Björgvin Franz með hárkolluna góðu.aðsend Björgvin Franz ítrekar að faðir sinn hafi verið yfirmáta mikið jólabarn og aðventan hafi öll litast af jólagleði hans. „Það var allt á hrossasterum þegar pabbi var annars vegar. Mjög mikið af gjöfum og bara almennt mikið af öllu. Okkur fannst það æði. Jólin hans pabba voru íslensk amerísk ævintýra blanda og ég viðurkenni alveg að það er erfitt að upplifa jólin nú án hans. Við misstum mesta jólabarn fjölskyldunnar, Gísla Rúnar Jónsson því jólin hans voru alltaf á sterum.“ Gefur út lag tileinkað föður sínum Í tilefni hátíðarinnar gefur Björgvin Franz nú í fyrsta sinn út jólalag á eigin vegum sem aðgengilegt er á streymisveitum frá og með deginum í dag. Lagið tileinkar hann föður sínum. „Þetta er gamalt erlent lag sem er búið að æpa á mig í mörg ár. Lagið fjallar um missi og söknuð en það kom aldrei almennilega til mín um hverskonar söknuð fyrr en þegar pabbi dó. Þá var það mjög augljóst. Ég fékk textasnillinginn Karl Ágúst Úlfsson, fjölskylduvin okkar að semja nýjan texta við lagið einfaldlega af því mig langaði að fleiri ættu hlutdeild í laginu með mér. Lagið fjallar um það, hvers ég sakna á pabbajólunum. Matargerðarinnar hans og raddarinnar, jólaljósanna sem hann var vanur að setja upp og skrautsins sem hann elskaði. Ég veit að fleiri tengja þar við. Jólin eru svo skrítinn tími því þrátt fyrir að vera yndisleg reynast þau líka erfið fyrir svo marga sem hafa misst. Lagið mitt fjallar þannig ekki bara um pabba heldur vona ég að sem flestir sem hafa misst nákomin aðilla geti tengt í kringum jólahátíðina.“ Lagið nefnist Um þessi jól og segist Björgvin Franz ákaflega ánægður og stoltur af loka útkomunni. „Ég er mjög kröfuharður á list mína og er ekki alltaf stoltur en held ég geti sagt með sanni að ég hafi aldrei verið eins stoltur og ég er nú. Daði Birgisson lagði sínar töfrahendur á plóg og saman erum við búnir að búa til geðveikt lag. Allt sem mig dreymdi um og meira til, stórt og hjartnæmt og ég reyndi að syngja eins vel og ég mögulega gat. Ég vona að sem flestir hlusti og vonandi tengi við textann.“ Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Jól Tónlist Tengdar fréttir „Þetta var hans einlæga ósk“ „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz búinn að taka fram leðurbuxurnar „Það er ótrúlegur heiður að fá að fá að syngja þessi lög og heiðra minningu söngvara sem ég hef elskað síðan ég var 14 ára,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem um helgina bregður sér í hlutverk Jim Morrisson. 21. september 2023 20:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Eitt árið bað ég til að mynda um reykvél í jólagjöf og hárkolluna sem tannlæknirinn í Litlu hryllingsbúðinni var með. Hún yrði þó að vera sérhönnuð af Rögnu Fossberg sem gerði alltaf gervin fyrir Spautstofuna og Áramótaskaupin. Mér fannst þetta ekkert mikið, í það minnsta yrði ég að fá annað hvort. Björgvin Franz ítrekar að verðgildi reykvélar hafi á þessum tíma verið á pari við kaupvirði Yaris bifreiðar í dag. „Ég var minna að óska eftir módelflugvélum eða einhverjum hetju köllum. Mér fannst þetta bara frábær hugmynd.“ Gleymi aldrei þessum jólum Jólin gengu í garð og Björgvin Franz beið spenntur. „Það var alltaf óeðlilega mikið magn af gjöfum þegar pabbi var annars vegar. Við byrjuðum að borða einhverstaðar á milli klukkan átta og tíu og vorum svo að opna pakka fram yfir miðnætti, eða þegar hefðbundnar fjölskyldur voru löngu sofnaðar. Ég fylgdist með gjöfunum fækka undir trénu og hvorki var komin reykvél né tannlæknahárkolla. Þegar allir pakkarnir voru búnir dró stemningskarlinn faðir minn fram pakka sem hann hafði falið á bak við jólatréð. Hann rétti mér gjöfina og söng á sama tíma: Þú verður tannlæknir og algjört success. Þetta var sérhnýtt hárkolla eins og Laddi hafði verið með í sýningunni handgerð af Rögnu Fossberg fyrir Björgvin fokking Franz, litla dekurdýrið. Ég veit ekki hvað hann borgaði fyrir hana. En ég gjörsamlega fór yfir um, þetta var rosalegt. Ég gleymi þessum jólum aldrei. Skemmst frá því að segja að ég lék þennan tannlækni stöðugt öllum stundum síðar og svaf meira að segja með hárkolluna.“ Björgvin Franz með hárkolluna góðu.aðsend Björgvin Franz ítrekar að faðir sinn hafi verið yfirmáta mikið jólabarn og aðventan hafi öll litast af jólagleði hans. „Það var allt á hrossasterum þegar pabbi var annars vegar. Mjög mikið af gjöfum og bara almennt mikið af öllu. Okkur fannst það æði. Jólin hans pabba voru íslensk amerísk ævintýra blanda og ég viðurkenni alveg að það er erfitt að upplifa jólin nú án hans. Við misstum mesta jólabarn fjölskyldunnar, Gísla Rúnar Jónsson því jólin hans voru alltaf á sterum.“ Gefur út lag tileinkað föður sínum Í tilefni hátíðarinnar gefur Björgvin Franz nú í fyrsta sinn út jólalag á eigin vegum sem aðgengilegt er á streymisveitum frá og með deginum í dag. Lagið tileinkar hann föður sínum. „Þetta er gamalt erlent lag sem er búið að æpa á mig í mörg ár. Lagið fjallar um missi og söknuð en það kom aldrei almennilega til mín um hverskonar söknuð fyrr en þegar pabbi dó. Þá var það mjög augljóst. Ég fékk textasnillinginn Karl Ágúst Úlfsson, fjölskylduvin okkar að semja nýjan texta við lagið einfaldlega af því mig langaði að fleiri ættu hlutdeild í laginu með mér. Lagið fjallar um það, hvers ég sakna á pabbajólunum. Matargerðarinnar hans og raddarinnar, jólaljósanna sem hann var vanur að setja upp og skrautsins sem hann elskaði. Ég veit að fleiri tengja þar við. Jólin eru svo skrítinn tími því þrátt fyrir að vera yndisleg reynast þau líka erfið fyrir svo marga sem hafa misst. Lagið mitt fjallar þannig ekki bara um pabba heldur vona ég að sem flestir sem hafa misst nákomin aðilla geti tengt í kringum jólahátíðina.“ Lagið nefnist Um þessi jól og segist Björgvin Franz ákaflega ánægður og stoltur af loka útkomunni. „Ég er mjög kröfuharður á list mína og er ekki alltaf stoltur en held ég geti sagt með sanni að ég hafi aldrei verið eins stoltur og ég er nú. Daði Birgisson lagði sínar töfrahendur á plóg og saman erum við búnir að búa til geðveikt lag. Allt sem mig dreymdi um og meira til, stórt og hjartnæmt og ég reyndi að syngja eins vel og ég mögulega gat. Ég vona að sem flestir hlusti og vonandi tengi við textann.“ Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.
Jól Tónlist Tengdar fréttir „Þetta var hans einlæga ósk“ „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz búinn að taka fram leðurbuxurnar „Það er ótrúlegur heiður að fá að fá að syngja þessi lög og heiðra minningu söngvara sem ég hef elskað síðan ég var 14 ára,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem um helgina bregður sér í hlutverk Jim Morrisson. 21. september 2023 20:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Þetta var hans einlæga ósk“ „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. 25. október 2023 17:01
Björgvin Franz búinn að taka fram leðurbuxurnar „Það er ótrúlegur heiður að fá að fá að syngja þessi lög og heiðra minningu söngvara sem ég hef elskað síðan ég var 14 ára,“ segir Björgvin Franz Gíslason sem um helgina bregður sér í hlutverk Jim Morrisson. 21. september 2023 20:00