Innlent

Lög­reglan lýsir eftir ellefu ára dreng

Jón Þór Stefánsson skrifar
Víkingur er rúmlega 150 sentímetrar á hæð, skolhærður og með gráblá augu.
Víkingur er rúmlega 150 sentímetrar á hæð, skolhærður og með gráblá augu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Víkingi Helga Stefánssyni, ellefu ára, að beiðni barnaverndaryfirvalda.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Víkingur er rúmlega 150 sentímetrar á hæð, skolhærður og með gráblá augu.

Fólk sem getur gefið upplýsingar um ferðir drengsins, eða vita hvar hann er niðurkominn, er beðið um að hafa samband við lögregluna.

Það er hægt að gera með því að hringja á neyðarlínuna, í síma 112, eða með tölvupósti á netfangið 8420@lrh.is.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.