Innlent

Upplýsingafundur Al­manna­varna vegna á­standsins í Grinda­vík

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Víðir Reynisson mun stjórna fundinum.
Víðir Reynisson mun stjórna fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum.

Á fundinum mun Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fara yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Grindvíkingar hafa verið duglegir við að sækja sér þjónustuna, sem hefur aukist með hverjum degi.

Þá mun Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, fara yfir stöðu skólamála vegna atburðanna í Grindavík.

Fundurinn fer fram á íslensku en hann verður táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.

Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu og í vaktinni hér fyrir neðan.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.