Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. nóvember 2023 20:10 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stuðning þjóðarinnar í garð Grindvíkinga hvetjandi. Stöð 2 Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður og Grindvíkingur ræddi við fréttamann á leiknum í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann heimsótti Grindavík í dag og sagði frá hver staðan væri á bænum. „Hún er misjöfn eftir hvar við erum í bænum. Það er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn og það eru mörg hús sem eru við þessa sprungu sem eru mjög illa farin. En almennt séð er bærinn fallegur og reisn yfir honum. Þannig að þegar þú ert í bænum þá upplifirðu ekki allar þessar miklu skemmdir en vissulega eru mörg hús og sprungan sjáanleg í gegnum bæinn,“ segir Vilhjálmur. Hvernig var tilfinningin að koma aftur inn í Grindavík? „Það er alltaf gott að koma í Grindavík og mér líður alltaf betur eftir þessi bæði skipti sem ég er búinn að koma. Þá hefur mér bara liðið betur eftir og sjá þessa reisn sem er ennþá yfir bænum þó að vissulega séu þessar skemmdir, þessi ummerki af þessum jarðhræringum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að við séum ekki heima í Grindavík þá erum við samfélag ennþá og samfélagið okkar er öflugt. Og það hefur mikla þýðingu og íþróttirnar munu sameina okkur í því að halda samfélaginu okkar öflugu.“ Hann segir stuðninginn sem körfuboltaliðið hefur fengið hafa skilað góðum úrslitum. „Og þetta er sá stuðningur sem við finnum fyrir frá þjóðinni í dag og hvetur okkur áfram í því verkefni sem við erum í,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Körfubolti Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira