Fótbolti

Helgi að­stoðar Rúnar í Úlfarsár­dalnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Helgi Sig
Visir/ Diego

Helgi Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Fram í Bestu deild karla á næsta tímabili en frá þessu var greint á Facebooksíðu Fram nú í dag.

Helgi var þjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð en var sagt upp eftir dapurt gengi liðsins framan af sumri. Hann býr yfir tölverðri reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars stýrt Fjölni, ÍBV og Fylki. Þá var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram sumarið 2013.

Helgi er uppalinn Víkingur en á einnig að baki 61 leik með Fram á sínum tíma og skoraði í þeim 37 mörk. Hann lék einnig með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2007. Þá spilaði hann sem atvinnumaður bæði í Noregi og Grikklandi og á að baki 62 A-landsleiki 


Tengdar fréttir

Rúnar nýr þjálfari Framara

Rúnar Kristinsson er tekinn við sem þjálfari Fram í Bestu deild karla í fótbolta og hann var því ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti óvænt með KR í haust.

Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“

Rúnar Kristins­son skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karla­liðs fé­lagsins í fót­bolta. Rúnar sér mikla mögu­leika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undan­farin ár. Fé­lagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×