Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2023 17:30 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Lissabon í dag. Stöð 2 Sport Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Lisabon í Portúgal þar sem að liðið á leik gegn heimamönnum á José Alvalade leikvanginum á morgun í lokaumferð undankeppni EM. Landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á leikvanginum í dag að lokinni æfingu liðsins. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi í gegnum undankeppnina eftir tap gegn Slóvakíu á dögunum. Hins vegar er enn möguleiki á því að liðið vinni sér inn sæti á mótinu í gegnum umspil Þjóðadeildar UEFA. Verkefni morgundagsins gerist vart stærra. Portúgal hefur nú þegar tryggt sér sæti á EM og hefur ekki tapað stigi í undankeppninni, unnið alla sína leiki, og geta með sigri gegn Íslandi á morgun innsiglað fullkomið mót sitt. Klippa: Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal Åge segir að nokkrir leikmenn séu að glíma við smávægileg meiðsli og tekin verði ákvörðun á morgun hvort þeir verði í hópnum eður ei. Hann sagði einnig að liðið þyrfti að verjast almennilega, nýta skyndisóknir og hafa trú á verkefninu. Nú snýst þetta um að byggja upp sjálfstraust fyrir leikina í umspilinu í mars á næsta ári. Jóhann Berg sagðist vona að leikmenn væru búnir að jafna sig á tapinu gegn Slóvakíu en menn hefðu auðvitað verið mjög svekktir að leik loknum. Það þurfi að læra af þeim mistökum og gera betur á morgun. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum ofan í fréttinni. Leikur Portúgals og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.45 annað kvöld. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á leikvanginum í dag að lokinni æfingu liðsins. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi í gegnum undankeppnina eftir tap gegn Slóvakíu á dögunum. Hins vegar er enn möguleiki á því að liðið vinni sér inn sæti á mótinu í gegnum umspil Þjóðadeildar UEFA. Verkefni morgundagsins gerist vart stærra. Portúgal hefur nú þegar tryggt sér sæti á EM og hefur ekki tapað stigi í undankeppninni, unnið alla sína leiki, og geta með sigri gegn Íslandi á morgun innsiglað fullkomið mót sitt. Klippa: Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal Åge segir að nokkrir leikmenn séu að glíma við smávægileg meiðsli og tekin verði ákvörðun á morgun hvort þeir verði í hópnum eður ei. Hann sagði einnig að liðið þyrfti að verjast almennilega, nýta skyndisóknir og hafa trú á verkefninu. Nú snýst þetta um að byggja upp sjálfstraust fyrir leikina í umspilinu í mars á næsta ári. Jóhann Berg sagðist vona að leikmenn væru búnir að jafna sig á tapinu gegn Slóvakíu en menn hefðu auðvitað verið mjög svekktir að leik loknum. Það þurfi að læra af þeim mistökum og gera betur á morgun. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum ofan í fréttinni. Leikur Portúgals og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.45 annað kvöld.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira