Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 19:31 Daníel Thor og Edgar Alexander giftust á Hvolsvelli í gær og segja að dagurinn hafi verið fullkominn. Vísir/Einar Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar. Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar.
Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07