„Við bíðum bara eftir gosi“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 18:17 Ólöf Helga segir að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga. Óvissan sé mikil og mjög erfið. Vísir/Ívar Fannar Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu. „Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Þetta er búið að vera óvissa. Mér lítið breytast dag frá degi nema mér finnst maður fara upp og niður í bjartsýni og svartsýni á móti. Maður er bjartsýnn á að komast heim og svo eftir tíu mínútur er maður farinn að gráta og sakna heimilisins,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík. Hún segir Grindvíkinga í miklum tilfinningarússíbana og að óvissan sé hvað erfiðust. „Við bíðum bara eftir gosi. Okkur líður bara eins og við séum í bíómynd sem við viljum helst að taki enda.“ Ólöf Helga var í dag á sérstökum upplýsingafundi sem haldinn var í Laugardalshöll um skólamál barna frá Grindavík. Hún segist sjálf vinna fyrir bæinn og hafi verið meðvituð um upplýsingar en að það sé mikilvægt að stefna fólki saman til að geta miðlað helstu upplýsingum til fólks. „Ég hef fundið að fólki hefur þótt óþægilegt að vita ekki hvert krakkarnir eru að fara. En að mínu leyti hef ég ekki einu sinni hugsað út í skólamál strax. Ég er bara að reyna að dreifa huga þeirra. Ég get ekki hugsað mér að senda þau í skóla með ókunnugum börnum og senda þau í enn meiri óvissu,“ segir hún en að gott sé að vita að unnið sé að málinu og að það verði til úrræði þegar þau eru tilbúin. Hvað varðar húsnæðismál fjölskyldunnar segir Ólöf Helga að þau séu fimm í fjölskyldu og þau hafi fengið inn hjá bróður hennar í Vesturbæ Reykjavíkur. „Þar erum við með tvö herbergi. Á meðan við erum örugg erum við ekki að kvarta. Auðvitað þurfum við að minnka töluvert við okkur en í stóra samhenginu skiptir það ekki máli,“ segir hún og að þau séu með allt sem þau þurfi eins og stendur. Horfa til næstu sex mánaða Hún segist á sama tíma meðvituð um það að Grindvíkingar séu ekki að fara heim næstu mánuði. Því séu þau að reyna að finna einhverjar lausnir til langs tíma. „Allir eru að gera sér grein fyrir því. Jafnvel í sex mánuði, ef einhvern tímann,“ segir hún og að fólk vonist til þess að þau verði aðstoðuð. Það sé áríðandi að fá skýr svör hvað varðar lán, leigu og afkomu Grindvíkinga. „Það gerir svo mikið þessi óvissa, að vita ekki um afkomu okkar. Það er það sem veldur mestum kvíða og óöryggi.“ Hún segir frystingu lána bjarnargreiða og að það verði að koma betur til móts við Grindvíkinga þarna. „Við þurfum að fá einhverja hjálp þarna.“ Hún segir að maður hennar og bróðir hafi fengið að fara heim á mánudag að sækja verðmæti en hafi gleymt miklu. Maðurinn hennar hafi fengið að fara aftur inn í dag og hafi verið á heimleið síðdegis í dag. „Við Grindvíkingar erum ótrúlega sterk og samheldin og ég trúi að við getum sigrast á þessu saman.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira