„Ástandið er að breytast úr sorg í reiði“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 14:54 Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt syni sínum. Fjölskyldan hefst nú við í íbúð í Garðabæ eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt. Einar segir hljóðið í Grindvíkingum þungt. Vísir/Ívar Fannar Maður úr Grindavík segir íbúa bæjarins tifandi tímasprengju. Fólki sé að verða ljóst að það sé ekki á leiðinni heim til sín á næstunni og að bankarnir muni ekki koma því til aðstoðar. Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira