Innlent

Enn tölu­verðar líkur á eld­gosi norðan Grinda­víkur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Enn eru líkur á eldgosi, segir Veðurstofa.
Enn eru líkur á eldgosi, segir Veðurstofa. Vísir/Vilhelm

„Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“

Þetta segir í nýrri stöðufærslu á vef Veðurstofu Íslands um þróun mála á Reykjanesi.

Þar segir að skjálftavirkni tengd kvikuganginum á svæðinu hafi haldist nokkuð stöðug frá því í gær. Um 2.000 skjálftar hafi mælst síðasta sólahringinn og mesta virknin sé á svæðinu norður af Hagafelli að Sundhnúksgígum.

Mest sé um smáskjálfta  undir einum að stærð en í morgun klukkan 6:35 hafi mælst skjálfti við Hagafell sem var 3,0 að stærð.

„Samkvæmt GPS mælum heldur aflögun áfram en með minnkandi hraða. Nýjustu líkön sem reiknuð hafa verið út frá GPS mælingum og gervitunglagögnum benda ennþá til þess að mesta gliðnunin á kvikuganginum sé norður af Grindavík nálægt Hagafelli. Ef kvika nær að brjóta sér leið til yfirborðs, er því ennþá líklegast að það verði á því svæði,“ segir í færslunni.

„Sigdalurinn yfir kvikuganginum er ennþá virkur þó svo að mælingar sýni að það hafi hægst örlítið á siginu á milli daga. Nú sýna GPS mælar sem staðsettir í og við Grindavík nærri miðju sigdalsins sýna um það bil 3-4 cm sig á milli daga.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×