Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Heiða Björg segir að það sé gott að vita að fólki verði komið í skjól yfir daginn. Vísir/Arnar Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira