Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Heiða Björg segir að það sé gott að vita að fólki verði komið í skjól yfir daginn. Vísir/Arnar Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent