Opna dagdvöl fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Heiða Björg segir að það sé gott að vita að fólki verði komið í skjól yfir daginn. Vísir/Arnar Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að ganga til samstarfs við Samhjálp um rekstur dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að vera með gegn hlutdeild í kostnaði. Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Dagdvölin verður opin frá klukkan 14 til 16.30 alla daga í desember, janúar og febrúar á næsta ári. Dagdvölin er hugsuð fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Hópur heimilislausra karlmanna hefur ítrekað síðustu ár bent á skort á slíku úrræði en neyðarskýli loka almennt klukkan 10 á morgnana. Neyðaráætlun vegna veðurs var virkjuð 21 sinnum síðasta vetur og mikil aukin aðsókn í neyðarskýlin. „Samhjálp hefur verið tilbúið til að reka það í sínu húsnæði og það verður bæði körlum og konum velkomið að koma og dvelja yfir daginn,“ segir Segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs en tillaga frá velferðarsviði var samþykkt á fundi velferðarráðs í gær. Gert er ráð fyrir að félagsráðgjafar verði þar með fasta viðveru og með þeim hægt að þróa fleiri úrræði til framtíðar. „En við þurfum enn að huga að því til framtíðar hvernig virkniúrræði við viljum hafa alltaf til staðar fyrir fólk sem er heimilislaust með miklar og flóknar þjónustuþarfir hvort sem það reiðir sig á að gista í neyðarskýlum eða er komið með íbúð,“ segir Heiða Björg. Þótt svo að fólk sé komið í íbúð þá vilji það samt hitta fólk eða sækja einhverja fræðslu eða dægradvöl. „Við ætlum að meta árangurinn og reyna ða eiga samrað við hópinn. Okkar starfsfólk verði á staðnum ásamt starfsfólki Samhjálpar. við reynum að meyta með þeim hvað þau vuilja og óska. Það verður notalegt og veitingar í boði og mögulega einhver skemmtun. Framhaldið verður ákveðið í framhaldi af því.“ Áætlaður heildarkostnaður vegna vetraropnunar er 5,2 milljónir króna. Lagt hefur verið til að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði boðin aðild að vetraropnuninni gegn hlutdeild í kostnaði. Fram kemur í tillögu velferðarsviðs að kostnaður rúmist ekki innan ramma velferðarsviðs. „Við hjá Reykjavíkurborg þurfum að útfæra það hvernig við greiðum þetta, af hvaða málaflokkum öðrum við tökum þetta fjármagn. Eða hvort hin sveitarfélögin koma að því að greiða þetta með okkur,“ segir Heiða Björg og að byrjað verði á að ræða við SSH. „Það er kalt úti á Íslandi og ég held við viljum öll vita af öllum komast einhvers staðar í skjól. Við búmst við því að fá jákvæð viðbrögð þar líka.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Félagsmál Fíkn Borgarstjórn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira