Innlent

Sólar­hring­s­opnun í neyðar­skýlum vegna fimbul­kulda

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.
Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Vísir/Arnar

Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. 

Neyðaráætlun í málaflokki heimilislausa hefur verið virkjuð, en slík áætlun er jafnan virkjuð í slæmu veðri eða miklu frosti.

Markmið neyðaráætlunarinnar er að tryggja að upplýsingar um slæmt veður og breyttan opnunartíma berist gestum neyðarskýla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Stjórnendum neyðarúrræða, bráðamóttöku Landspítalans, lögreglu, Rauða krossinum og öðrum sem almennt koma að máli er einnig gert viðvart.

„Vel er fylgst með veðurspám og tilkynningum frá Almannavörnum allan veturinn og brugðist við í hvert sinn sem þörf er á,“ segir enn fremur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ljóst að ein­hverjir kvíða því að starf­semi færist í fyrra horf

Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×