Tilfinningarnar lagðar til hliðar er hann upplifði drauminn Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 13:00 Orri Óskarsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar. Nú þegar aðeins tveir leikir eru eftir af vegferð íslenska landsliðsins í undankeppni EM á liðið enn möguleika á að tryggja sér beint sæti á EM næsta árs. Þeir möguleikar eru að vísu litlir í gegnum undankeppnina sjálfa. Ísland þarf bæði að vinna Slóvakíu á útivelli á morgun, fara til Portúgal og bera sigur úr býtum í leik við ósigraða heimamenn sem og treysta á hagstæð úrslit. Ef það tekst ekki eru þó góðar líkur á að liðið fari í umspil um EM sæti í gegnum Þjóðdeild Evrópu í mars á næsta ári. „Það eina sem við viljum gera er að sjá hvort að við getum ekki komist upp með sex stig úr þessum tveimur leikjum. Spila okkar bestu leiki í næstu tveimur leikjum, vonandi ná í sex stig og eiga möguleika á að komast á EM. Við setjum markmiðið þangað. Ef það gengur ekki, þá er umspilið í Þjóðadeildin í mars. Við þurfum bara að keyra á þetta núna.“ Búast má við fullum leikvangi af æstum Slóvökum er liðin mætast á morgun. Slóvakía getur, með jafntefli eða sigri, tryggt sér 2.sæti riðilsins og jafnframt sæti á EM á næsta ári. „Það er miklu skemmtilegra að halda inn í þennan leik með fullan völl. Þá getum við komið og eyðilagt þetta allt. Það er extra hvatning fyrir okkur. Við þurfum bara að setja kassann út og leggja allt í sölurnar.“ Klippa: Orri: Þurfum að setja kassann út og leggja allt í sölurnar Vill alltaf miða sig við þetta stig Eins og fyrr sagði hefur Orri átt góðu gengi að fagna með FC Kaupmannahöfn undanfarið. Liðið komst í heimsfréttirnar á dögunum er það lagði af velli Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken. Það gefur Orra mikið að fá að spreyta sig í Meistaradeildinni. „Það er auðvitað frábær upplifun. Eitthvað sem maður hefði aldrei trúað að maður væri að gera 19 ára gamall. Að spila í Meistaradeildinni. Þetta er bara draumurinn. Maður vill alltaf vera að miða sig við þetta gæðastig, það hæsta sem býðst í fótboltanum. Þessir leikir gera mikið fyrir mann sem leikmann sem og FC Kaupmannahöfn sem félag í heild sinni. Það gengur vel hjá okkur núna. Við erum í öðru sæti riðilsins og viljum endilega spila meira í Meistaradeildinni eftir áramót.“ En akkúrat eins og þú segir, að upplifa að spila svona leiki 19 ára gamall. Maður myndi ætla að þetta væri auka hvatning fyrir þig að sækjast alltaf eftir því að spila á þessu gæðastigi. „Já, auðvitað. Þetta er bara eins og sigurtilfinningin sem maður fær eftir leiki. Þegar að þú hefur upplifað hana einu sinni þá viltu alltaf upplifa hana.“ Stemningin sem myndast á Parken í kringum leiki FC Kaupmannahafnar er mögnuð og hafði þjálfari liðsins orð á því að stemningin þar væri margfalt meiri heldur en á Old Trafford, heimavelli Manchester United. „Það er auðvitað ólík menning við lýði í Danmörku samanborið við England. Það er rólegra yfirbragð yfir þessu á Englandi, kannski meira um að fjölskyldur séu að mæta á leiki. Það gefur kannski ekki eins mikla stemningu af sér og við upplifum hjá Ultras stuðningsmönnunum okkar á Parken.“ Það er auðvitað allt öðruvísi að vera í Danmörku heldur en í Manchester á leik. Við náðum einhvern veginn að kæfa þá í Danmörku. Þeir voru greinilega ekki undirbúnir fyrir það. Umræddum leik lauk með 4-3 sigri FC Kaupmannahafnar. „Þetta var bara góður leikur fyrir alla stuðningsmenn sem og okkur leikmennina. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt og ég, sem stuðningsmaður Manchester United, þurfti einhvern veginn bara setja allt svoleiðis til hliðar. Maður verður að vera góður í því sem fótboltamaður. Að setja tilfinningarnar til hliðar stundum, vera í núinu. Spila í mómentinu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Nú þegar aðeins tveir leikir eru eftir af vegferð íslenska landsliðsins í undankeppni EM á liðið enn möguleika á að tryggja sér beint sæti á EM næsta árs. Þeir möguleikar eru að vísu litlir í gegnum undankeppnina sjálfa. Ísland þarf bæði að vinna Slóvakíu á útivelli á morgun, fara til Portúgal og bera sigur úr býtum í leik við ósigraða heimamenn sem og treysta á hagstæð úrslit. Ef það tekst ekki eru þó góðar líkur á að liðið fari í umspil um EM sæti í gegnum Þjóðdeild Evrópu í mars á næsta ári. „Það eina sem við viljum gera er að sjá hvort að við getum ekki komist upp með sex stig úr þessum tveimur leikjum. Spila okkar bestu leiki í næstu tveimur leikjum, vonandi ná í sex stig og eiga möguleika á að komast á EM. Við setjum markmiðið þangað. Ef það gengur ekki, þá er umspilið í Þjóðadeildin í mars. Við þurfum bara að keyra á þetta núna.“ Búast má við fullum leikvangi af æstum Slóvökum er liðin mætast á morgun. Slóvakía getur, með jafntefli eða sigri, tryggt sér 2.sæti riðilsins og jafnframt sæti á EM á næsta ári. „Það er miklu skemmtilegra að halda inn í þennan leik með fullan völl. Þá getum við komið og eyðilagt þetta allt. Það er extra hvatning fyrir okkur. Við þurfum bara að setja kassann út og leggja allt í sölurnar.“ Klippa: Orri: Þurfum að setja kassann út og leggja allt í sölurnar Vill alltaf miða sig við þetta stig Eins og fyrr sagði hefur Orri átt góðu gengi að fagna með FC Kaupmannahöfn undanfarið. Liðið komst í heimsfréttirnar á dögunum er það lagði af velli Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Parken. Það gefur Orra mikið að fá að spreyta sig í Meistaradeildinni. „Það er auðvitað frábær upplifun. Eitthvað sem maður hefði aldrei trúað að maður væri að gera 19 ára gamall. Að spila í Meistaradeildinni. Þetta er bara draumurinn. Maður vill alltaf vera að miða sig við þetta gæðastig, það hæsta sem býðst í fótboltanum. Þessir leikir gera mikið fyrir mann sem leikmann sem og FC Kaupmannahöfn sem félag í heild sinni. Það gengur vel hjá okkur núna. Við erum í öðru sæti riðilsins og viljum endilega spila meira í Meistaradeildinni eftir áramót.“ En akkúrat eins og þú segir, að upplifa að spila svona leiki 19 ára gamall. Maður myndi ætla að þetta væri auka hvatning fyrir þig að sækjast alltaf eftir því að spila á þessu gæðastigi. „Já, auðvitað. Þetta er bara eins og sigurtilfinningin sem maður fær eftir leiki. Þegar að þú hefur upplifað hana einu sinni þá viltu alltaf upplifa hana.“ Stemningin sem myndast á Parken í kringum leiki FC Kaupmannahafnar er mögnuð og hafði þjálfari liðsins orð á því að stemningin þar væri margfalt meiri heldur en á Old Trafford, heimavelli Manchester United. „Það er auðvitað ólík menning við lýði í Danmörku samanborið við England. Það er rólegra yfirbragð yfir þessu á Englandi, kannski meira um að fjölskyldur séu að mæta á leiki. Það gefur kannski ekki eins mikla stemningu af sér og við upplifum hjá Ultras stuðningsmönnunum okkar á Parken.“ Það er auðvitað allt öðruvísi að vera í Danmörku heldur en í Manchester á leik. Við náðum einhvern veginn að kæfa þá í Danmörku. Þeir voru greinilega ekki undirbúnir fyrir það. Umræddum leik lauk með 4-3 sigri FC Kaupmannahafnar. „Þetta var bara góður leikur fyrir alla stuðningsmenn sem og okkur leikmennina. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt og ég, sem stuðningsmaður Manchester United, þurfti einhvern veginn bara setja allt svoleiðis til hliðar. Maður verður að vera góður í því sem fótboltamaður. Að setja tilfinningarnar til hliðar stundum, vera í núinu. Spila í mómentinu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Danski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti