Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 22:50 Tollhúsið. Vísir/Vilhelm Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22