Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 22:50 Tollhúsið. Vísir/Vilhelm Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22