Innlent

„Þetta skotgekk en þetta er ó­heppi­legt“

Árni Sæberg skrifar
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 

Lögregla hafi þegar í stað ákveðið að hefja rýmingu en boðið svo verið afturkallað.

Þá hafi verið of seint að hætta við rýmingu. Hún hafi því verið kláruð og störfum lögreglu á vettvangi sé lokið í dag. „Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt, en lítið annað að gera fyrir viðbragðsaðila.“

Hér að neðan má sjá bílaröð á fleygiferð út úr Grindavík. Landhelgisgæslan náði myndbandinu úr þyrlu.

Benedikt Ófeigsson sagði skömmu eftir að Grindavík var rýmd að ákveðið hafi verið að grípa til rýmingar vegna þess að gasmælar Veðurstofunnar sýndu að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.

Ákvörðunin hafi verið tekin af Lögreglunni á Suðurnesjum.

Girðir ekki fyrir aðgengi á morgun

Úlfar segir að rýmingin þýði einfaldlega að störfum lögreglu og fleiri viðbragðsaðila í Grindavík sé lokið í dag. Það girði ekki fyrir að Grindvíkingum verði hleypt aftur inn í bæinn á morgun. Staðan verði endurmetin á morgun.


Tengdar fréttir

Merki um að gas sé að koma upp

Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.

Rýma bæinn og bíða svo og sjá

Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×