Innlent

Vinna hafin við varnargarðana

Árni Sæberg skrifar
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum.
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Stöð 2/Verkís

Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu.

Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við Vísi. 

Dómsmálaráðherra og almannavarnir gáfu grænt ljós fyrir því að vinna hæfist á öðrum tímanum. Undirbúningsvinna hófst þó í nótt og um fimmtán vörubílar voru notaðir til þess að ferja efni að svæðinu í gærköldi og í nótt.

Ari segir ómögulegt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ljúka verkinu sem er nú hafið. Talað hafi verið um þrjátíu til fjörutíu daga en ljóst sé að ýmsir óvissuþættir séu í spilinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×