Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2023 09:26 Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Stöð 2/Verkís Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26