Segja eign sína nú verðlausa með öllu Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 15:24 Amanda segir fréttamanni Stöðvar 2 að hann geti sveijað sér uppá það að brúðarkransinn fari með. Hér huga þau hjón að aðstæðum, á þeim tíu mínútum sem hverjum og einum var úthlutað til að sækja verðmæti. vísir/vilhelm Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. „Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Nú við bara að reyna að taka mestu verðmæti sem við gátum ekki tekið með okkur á föstudeginum. Það var pínu panikk þá þegar það var bara einhverju hrúgað með. En nú erum við að klára að taka fötin, fjölskyldumyndir og þessa dýru hluti sem manni þykir vænt um,“ segir Ómar. Þó ástandið einkennist af óvissu er létt yfir þeim Amöndu og Ómari. Þau fara þó ekki í grafgötur með að óvissan sem nú hangir yfir sé ömurleg tilfinning. „Ógeðsleg. Maður veit ekki neitt. Maður sér eitthvað í fréttum. Eins og með okkur, maður sá bara einhverja sprungu rétt fyrir utan húsið okkar en vissum ekki neitt. Við vorum bara hrædd að koma í dag. Vissum ekkert í hvað við vorum að fara að ganga inn í. Það var rosalega óþægilegt.“ Útlitið skárra en þau óttuðust Þau segja útlitið inni fyrir skárra en þau héldu. „En ég tek eftir því að það er komin bunga í gólfið, garðurinn er ekki lengur sléttur, gagnstéttin hér fyrir framan húsið hefur lyfst upp þannig að maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist. Og meta stöðuna,“ segir Ómar. Þó ástandið sé svart er létt yfir þeim Ómari og Amöndu.vísir/vilhelm Komi til goss, komi ekki til goss… Hvernig verður að snúa aftur? „Óþægilegt. Ef verður ekki gos veit maður ekki hvort maður vill koma aftur. Maður horfir á eign sína sem verðlausa. Það er enginn að fara að kaupa þetta af manni, vilji maður fara. Og verði gos, það er heldur ekki þægilegt. Ef það verður nálægt… já, þetta er bara, ekki góð staða.“ Hvernig verður framhaldið hjá ykkur næstu daga? „Við fengum íbúð í Hveragerði og erum þar og fáum að vera í einhvern tímna. Svo verður bara að taka þetta dag frá degi.“ Brúðkaupskransinn skal með Amanda talar ensku og hún var spurð um blómakrans sem hún hafði í höndum. „Hann er frá því við giftum okkur á síðasta ári,“ sagði Amanda og sagði fréttakonu að hún gæti sveijað sér uppá það að hún ætlaði sér að taka hann með sér. „Ég vil bara fara heim,“ sagði hún spurð hvað hún vildi gera? Þegar um hægist. „Þetta er frábært samfélag og við eigum hér ættingja og vini. Hér viljum við vera. Gott að fá að koma og sjá að þetta er ekki eins svakalegt ástand og okkur var gert að trúa. Ég vil ekki fara, en við eigum víst engan annan kost í stöðunni.“ Ómar, þú skrifaðir eftirminnilegan miða á útihurðina: eldgosafrí? „Heyrðu, ég var bara eitthvað í vinnunni og sá að við áttum að setja einhvern hundleiðinlegan miða í gluggann. Og ég hugsaði að það gæti verið gaman fyrir björgunarsveitarmennina að sjá eitthvað annað og fyndið. Ég reiknaði ekki með að það myndi fara lengi en gott að einhverjir geti hlegið að þessu,“ segir Ómar. Og telur að húmorinn bjargvætt í aðstæðum sem þessum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18